Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heimsókn frambjóðenda

Við fengum skemmtilega heimsókn um daginn, þegar Bjarni Harðar, frambjóðandi Framsóknarflokksins á Suðurlandi kom ásamt fríðu föruneyti. Bjarni stoppaði og spjallaði við fólk, misgáfulega að vísu. Þegar hann kom að, þar sem verið var að salta þorsk þá spurði hann spekingslega: "og fer þetta svo í frost?".

 Þetta varð til þess að menn á kaffistofunni fóru að rifja upp þegar Guðni Ágústson, hæstvirtur landbúnaðarráðherra (meðan ég man - er ekki réttast að sameina ráðuneyti landbúnaðar, iðnaðar og sjávarútvegs í eitt atvinnumálaráðuneyti) kom að þar sem verið var að vinna Ufsa og sagði: "Þetta er nú fallegur þorskur". 

Svo skilur enginn  hvers vegna ég vil ekki kjósa framsókn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband