Mikil gleði

Vinstrihreyfingin Grænt framboð vann stórsigur í kosningunum í gær. Um það getur enginn efast. Smá vonbrigði voru samt þegar ljóst var að afturhaldsstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks lafði inni á einum manni. Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn þarf að fara út í horn og sleikja sárin. Þeim veitir ekki af smá naflaskoðun. 

Hvað er þá í spilunum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking? Vonandi ekki. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir, gæti verið spennandi. Kannski R - lista blanda Vinstri Grænna, Samfylkingar og Framsóknar, jafnvel með Frjálslyndum (ætli Addi Kidda Gau fái þá Sjávarútvegsráðuneytið). Sjálfstæðisflokkurinn hefði gott af því að fara í stjórnarandstöðu. Allavega er ljóst að það fara í hönd spennandi stjórnarmyndunar viðræður.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband