Eru þau ekki að grínast

Ég las yfir þessa stefnuyfirlýsingu og verða að segja að fjallið tók jóðsótt og fæddi mús. Kemur reyndar ekki á óvart, þegar þessir tveir flokkar eiga í hlut. Þvílík og önnur eins endaleysa. Stefnuyfirlýsingin er opin í alla enda og gefur enga vísbendinu - hvað þá meira - um hvað við gætum átt í vændum næstu fjögur árin. Allt á að skoða og stefna að og stuðla að. Ekkert naglfest.

Hvað á að gera til þess að leiðrétta kjör námsmanna? "Endurskoða lög um lánasjóð íslenskra námsmanna með því markmiði að bæta kjör námsmanna enn frekar" Námsmenn á námslánum hafa það jú svo gott

Vissulega er minnst á Íraksstríðið - " Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak og
vill leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í
mannúðar- og uppbyggingarstarfi" Nokkurn vegin það sama og Bandaríkjaforseti segir, við sjáum hvernig hann fer að því. Dælir peningum til gælufyrirtækja og kallar það uppbyggingarstarf. Kannski halda þau Geir og Ingibjörg að þau fái smá sneið af kökunni, ef þau verða hlýðin.

Hvað með kynbundið ofbeldi? Ekkert. Kannski er það ekki til í þeirra augum?

Ég vona bara að þessi ríkistjórn verði ekki langlíf. 


mbl.is Ágreiningur um þjóðareign á náttúruauðlindum verði leiddur til lykta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband