Færsluflokkur: Bloggar

13 jólsveinar?

Forsætis herra kom fyrstur
fanns að einn ætt' að ráða
Þó kannski á Þingvöllum kysstur
þá kann ekk' að hvetja til dáða

Utanríkis ein var snót
Ekki öll sem sýndist
Var á virkjunum í mót
veglegt loforð týndist

Fjármála fullhuga tæknir
fæsta hann reynir að sætta
Dagfinnur dýralæknir
duglaus, hættir að hætta

Hugsjónirnar hefur
hernaðarráðherrann
kirkjunnar klerkum gefur
kasaðan óþverrann

Mennta stelpan mála var
minniháttar frú
En íþróttunum alltaf þar
einatt reyndist trú

Heilbrigðisráðherra heilinn minn
Horskur segir þá
Í USA ég alltaf finn
að einkavæða má

Löngum ég hef ei legið á
Landbúnaðarviti
Sjávarútveg, svei mér þá
slor og bein og sviti

Einn þá tekur iðnaðinn
Ekki veit hvað hefur
Össur heitir auminginn
undurblítt hann sefur

Sveinkan er Sigurðardóttir
sannleg' á réttum stað
félagsmálin faglega sóttir
flestir héldu það

Siglfirðingur situr þar
sést á hverj' er hert
Nú er horfið norðurland
nú verður ekkert gert

Veit maðurinn eitthvað um viðskipti meir
Verslunar eða banka
Gugginn hann stendur á fundi með Geir
gárunga lætur sig hanka

Hún heldur að hún haldi
að að Helguvíkin sé
á virkjananna valdi
veit ei hvorki né

Síðastur er sjálfur
Seðlabankastjóri
Aldrei hefur álfur
ausið meira fori


Hvað með VISA og Mastercard

Hvernig væri nú að fara að pressa á VISA og Mastercard að taka þetta upp. 
mbl.is American Express sniðgengur danska nektardansstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málum bæinn bleikan


Jippí

Nú er bara að skella sér norður á skíði

mbl.is Nægur snjór í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þau ekki að grínast

Ég las yfir þessa stefnuyfirlýsingu og verða að segja að fjallið tók jóðsótt og fæddi mús. Kemur reyndar ekki á óvart, þegar þessir tveir flokkar eiga í hlut. Þvílík og önnur eins endaleysa. Stefnuyfirlýsingin er opin í alla enda og gefur enga vísbendinu - hvað þá meira - um hvað við gætum átt í vændum næstu fjögur árin. Allt á að skoða og stefna að og stuðla að. Ekkert naglfest.

Hvað á að gera til þess að leiðrétta kjör námsmanna? "Endurskoða lög um lánasjóð íslenskra námsmanna með því markmiði að bæta kjör námsmanna enn frekar" Námsmenn á námslánum hafa það jú svo gott

Vissulega er minnst á Íraksstríðið - " Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak og
vill leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í
mannúðar- og uppbyggingarstarfi" Nokkurn vegin það sama og Bandaríkjaforseti segir, við sjáum hvernig hann fer að því. Dælir peningum til gælufyrirtækja og kallar það uppbyggingarstarf. Kannski halda þau Geir og Ingibjörg að þau fái smá sneið af kökunni, ef þau verða hlýðin.

Hvað með kynbundið ofbeldi? Ekkert. Kannski er það ekki til í þeirra augum?

Ég vona bara að þessi ríkistjórn verði ekki langlíf. 


mbl.is Ágreiningur um þjóðareign á náttúruauðlindum verði leiddur til lykta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein kona í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins

Það að Þorgerður Katrín verður eini kvenráðherra Sjálfstæðisflokksins finnst mér vera lýsandi fyrir þann flokk. Þykjast þeir ekki hafa aðrar frambærilegar konur í ráðherrastólana.

Annað kemur ekki mikið á óvart. Auðvitað varð Björn að vera áfram Dómsmálaráðherra - annars hefði flokkurinn verið að lýsa sig undirokaðan Jóhannesi í Bónus. Sameinað ráðuneyti Landbúnaðar og Sjávarútvegs er allrar athygli vert. Spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Síðan kemur það íhlut Guðlaugar Þórs að einkavæða heilbrigðiskerfið og gera almannatryggingakerfið skilvirkara fyrir þá sem hafa efni á að borga í það en ónýtt fyrir okkur hin.


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil gleði

Vinstrihreyfingin Grænt framboð vann stórsigur í kosningunum í gær. Um það getur enginn efast. Smá vonbrigði voru samt þegar ljóst var að afturhaldsstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks lafði inni á einum manni. Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn þarf að fara út í horn og sleikja sárin. Þeim veitir ekki af smá naflaskoðun. 

Hvað er þá í spilunum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking? Vonandi ekki. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir, gæti verið spennandi. Kannski R - lista blanda Vinstri Grænna, Samfylkingar og Framsóknar, jafnvel með Frjálslyndum (ætli Addi Kidda Gau fái þá Sjávarútvegsráðuneytið). Sjálfstæðisflokkurinn hefði gott af því að fara í stjórnarandstöðu. Allavega er ljóst að það fara í hönd spennandi stjórnarmyndunar viðræður.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni móttekin

Ég tek afsökunina góða og gilda - fyrir mitt leyti. Enda las ég ekkert annað en háðsdeilu á hernaðarstefnu Bandaríkjanna úr Prtinceton greininni. Hins vegar fannst mér leiðinlegt þegar landar mínir þurfa  að vera með dónaskap, yfirgang og jafnvel hótanir þó að þeir séu ekki alveg sammála skrifum annara.
mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setti lag inná bloggið

Það er smá saga á bakvið þetta lag "Þegar dagarnir styttast". Vinur minn og samkennari í Brekkuskóla á Akureyri, Arnór Vilbergsson, kom til mín og spurði mig hvort ég vissi um einhvern texta sem tengdist Aðventunni. Hann er líka kórstjóri í nokkrum kirkjumí Eyjafirði og langaði víst til að láta kórana syngja eitthvað annað en "Við kveikjum einu kerti á". Ég hafði samband við móður mína Rósu Aðalsteinsdóttur og viti menn tveim dögum seinna var textinn kominn til mín á tölvupóstinn.

 Hér er það kór undir stjórn Arnórs sem flytur lagið.


Sjálfstæðisflokkurinn og umburðarlyndi

Ég á ekki til orð. Er þetta ekki flokkurinn sem hefur traðkað á öldruðum, öryrkjum og öðrum sem ekki hafa getað borið hönd yfir höfuð sér.

mbl.is Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband