Ein kona í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins

Það að Þorgerður Katrín verður eini kvenráðherra Sjálfstæðisflokksins finnst mér vera lýsandi fyrir þann flokk. Þykjast þeir ekki hafa aðrar frambærilegar konur í ráðherrastólana.

Annað kemur ekki mikið á óvart. Auðvitað varð Björn að vera áfram Dómsmálaráðherra - annars hefði flokkurinn verið að lýsa sig undirokaðan Jóhannesi í Bónus. Sameinað ráðuneyti Landbúnaðar og Sjávarútvegs er allrar athygli vert. Spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Síðan kemur það íhlut Guðlaugar Þórs að einkavæða heilbrigðiskerfið og gera almannatryggingakerfið skilvirkara fyrir þá sem hafa efni á að borga í það en ónýtt fyrir okkur hin.


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Steinarr!  Já, það voru viss vonbrigði fyrir mig sem sjálfstæðisman að ekki voru fleiri konu í ríkisstjórn. Ég hefði viljað sjá Ástu Möller í stól heilbrigðisráðherra. Við þurfum að velta þessum hlutum fyrir okkur á næstunni. Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband